Næði
 

1 Stefna mibeTec GmbH varðandi friðhelgi einkalífsins

Við sem rekum vefsíðuna www.bite-away.com tökum vernd persónuupplýsinga þinna mjög alvarlega og fylgjum reglum um persónuvernd strangt eftir, þ.e. almennu persónuverndarreglugerðinni GDPR (ESB), þýskum sambandslýðveldislögum um gagnavernd (BDSG), þýskum lögum um fjölmiðla og fjarskipti (TMG) og öðrum lagaákvæðum. Markmið gagnaverndar er að vernda persónuupplýsingar. Þetta eru allt upplýsingar sem tengjast persónugreindum eða persónugreinanlegum einstaklingi. Þær fela t.d. í sér upplýsingar á borð við nafn, póstfang, netfang eða símanúmer, en einnig upplýsingar um notkun á borð við IP-númer.

Eftirfarandi upplýsingar eru ætlaðar til að upplýsa þig um hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum.

1.1 Ábyrgðaraðili og gagnaverndarfulltrúi

Vefsíðan www.bite-away.com er á vegum mibeTec GmbH (Hér eftir „rekstraraðili“). mibeTec GmbH er því ábyrgðaraðilinn samkvæmt grein 5 (2) í GDPR.

Hægt er að ná í gagnaverndarfulltrúann gegnum heimilisfangið sem kemur fram á síðunni.

1.2 Tilgangur og markmið gagnavinnslu við heimsókn á vefsíðuna

Í hvert skipti sem notandi fer á vefsíðuna og í hvert skipti sem skjal er halað niður, eru aðgangsupplýsingar varðandi þetta ferli geymdar í ferilskrá á netþjóni okkar.

Hvert gagnamengi inniheldur:

Við geymum IP-númer að hámarki 180 daga í ferilskrá netþjóns (eftir því hvaða ferilskrá var gerð).

Frekari notkun eða flutningur þessara gagna á sér aðeins stað í höndum hönnuðar vefsíðunnar ef villa kemur upp. Greiningin er prófun á virkni vefþjónsins eða vefsíðunnar.

Gögnin eru geymd í ljósi gagnaöryggis til að tryggja stöðugleika og áreiðanleika vefsíðunnar. Lagagrundvöll þessa er að finna í grein 6 (1) (b) í GDPR.

Að meginreglu til deilum við upplýsingum þínum ekki með þriðja aðila nema þú hafir veitt samþykki fyrir því. Á tilteknum svæðum notum við hins vegar þjónustuveitendur, t.d. til að hýsa vefsíðuna, sem við skyldum venjulega til að fylgja lagaákvæðum í vinnsluferlinu.

1.3 Söfnun, notkun og deiling persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru aðeins geymdar ef þú veitir okkur þær af fúsum vilja, t.d. þegar þú skráir þig á vefsíðunni okkar, pantar upplýsingaefni eða gerist áskrifandi að fréttabréfinu okkar. Við notum persónuupplýsingar þínar eingöngu í tengslum við tæknilega umsýslu á vefsíðum okkar, til þess að veita þér aðgang að tilteknum upplýsingum og til ýmis konar samskipta við þig. Við gætum þess að vernda persónuupplýsingar þínar til að koma í veg fyrir að þær týnist, eyðist, skemmist, séu misnotaðar eða óheimill aðgangur sé að þeim. Að sjálfsögðu fylgjum við ákvæðum gagnaverndarlaga um leið. Í undantekningartilvikum áskiljum við okkur rétt til þess að deila persónuupplýsingum þínum með upplýstum og ábyrgum framleiðanda, t.d. varðandi fyrirspurnir um bite away® og HERPOtherm®, vörur. Starfsmenn okkar eru bundnir trúnaði. Ef upplýsingum er deilt með þjónustuveitendum í vinnsluferlinu eru þeir á sama hátt bundnir trúnaði og þeim skylt að fylgja gagnaverndarlögum, öðrum lagaákvæðum og þessari stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins.

1.4 Utanaðkomandi hlekkir

Á vefsíðunni er hugsanlega að finna hlekki á utanaðkomandi vefsíður sem ekki falla undir þessa stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins. Rekstraraðili vefsíðunnar veitir aðgang til notkunar á þessum utanaðkomandi vefsíðum en ber ekki ábyrgð á efni þeirra þar sem hann flytur ekki upplýsingarnar, velur ekki lesendur fluttra upplýsinga og hefur ekki valið, breytt eða vistað tímabundið upplýsingarnar sem eru fluttar. Við mælum með því að þú lesir vandlega stefnu annarra vefsíðna varðandi friðhelgi einkalífsins þegar þú yfirgefur vefsíðuna okkar.

2 Söfnun og vinnsla gagna

2.1 Söfnun og vinnsla meðan á notkun tengiliðaeyðublaðsins stendur

Meðan á notkun tengiliðaeyðublaðsins stendur söfnum við aðeins þeim persónuupplýsingum (nafn, netfang, sími, smáskilaboð, heimilisfang) sem þú veitir. Vinnslan er til þess ætluð að hafa samskipti við þig. Vinnslan fer fram samkvæmt grein 6 (1) (b) í GDPR.

Við notum persónuupplýsingar þínar aðeins til að vinna úr beiðni þinni. Upplýsingum þínum er eytt um leið og ekki er lengur þörf á þeim til söfnunar. Það er venjulega þegar hægt er að draga þá ályktun af aðstæðum að viðkomandi mál hafi verið leyst.

2.2 Samskipti með tölvupósti

Ef þú hefur samskipti við okkur með tölvupósti notum við aðeins persónuupplýsingar þínar (nafn, netfang, smáskilaboð) til að hafa samband við þig. Vinnslan byggist á grein 6 (1) (b) í GDPR. Við notum netfangið þitt aðeins til að vinna úr beiðni þinni. Upplýsingum þínum er eytt um leið og ekki er lengur þörf á þeim til söfnunar. Það er venjulega þegar hægt er að draga þá ályktun af aðstæðum að viðkomandi mál hafi verið leyst.

2.3 Flutningur fréttabréfs

Hugsanlega verður þú áskrifandi að fréttabréfum með almennum upplýsingum og upplýsingum um vörur gegnum vefsíðuna, ef þú hefur veitt samþykki fyrir því. Vinnslan fer fram samkvæmt grein 6 (1) (b) í GDPR með þínu samþykki. Við skráningu til að fá fréttabréfið flytjast gögn af ílagsskjánum til okkar. Það nægir að slá inn netfang til að fá fréttabréfið. Þitt samþykki er fengið með því að nota svokallaðan tvöfaldan valkost. Að auki eru IP-númer tölvunnar sem tekur við upplýsingunum og dagsetning og tímasetning skráningar skráð sem skjalfest samþykki þitt við þessa tengingu. Þú getur valið að draga samþykki þitt til baka síðar og að hætta áskrift að fréttabréfinu hvenær sem er, t.d. með því að velja valmöguleikann til að hætta áskrift í fréttabréfinu.

3 Fótspor

Vefsíðan okkar notar fótspor. Fótspor eru lítil textaskjöl sem eru geymd í vefvafra eða nærri vefvafra í tölvukerfi notanda. Þegar notandi opnar vefsíðu geymast fótspor hugsanlega í stýrikerfi notandans. Ef innskráning á sér stað inniheldur þetta fótspor stafastreng sem tryggir greinilega auðkenningu í vafranum meðan viðkomandi er skráður inn. Venjulega eru fótspor notuð til að fyrir lýsigögn á vefsíðunni og innihalda engar persónuupplýsingar.

Við notum fótspor með það að markmiði að gera vefsíðuna notendavænni, afkastameiri og örugga. Suma eiginleika vefsíðunnar er ekki hægt að nota án fótspora. Vinnslan fer fram samkvæmt grein 6 (1) (f) í GDPR og er byggð á lögmætum hagsmunum hvað varðar fyrrnefndan tilgang.

Af tæknilegum varúðarástæðum eru upplýsingarnar sem safnað er um þig skráðar með valnefni. Því getum við sem rekstraraðili vefsíðu ekki lengur tengt gögnin við þína persónu. Gögnin eru ekki geymd með neinum öðrum persónuupplýsingum um þig sem við höfum safnað.

Fótspor eru geymd á tölvunni þinni. Þú hefur því fulla stjórn á notkun fótspora. Með því að velja viðeigandi tæknistillingar í vefvafranum getur þú komið í veg fyrir geymslu fótspora og flutning þeirra gagna sem berast. Hægt er að eyða fótsporum sem þegar hafa verið geymd hvenær sem er. Hins vegar viljum við taka fram að í slíkum tilfellum er ekki víst að þú getir notað alla eiginleika vefsíðunnar til hins ítrasta. Á eftirfarandi hlekkjum má sjá hvernig hægt er að nota fótspor (þ.m.t. slökkva á þeim) í helstu vöfrunum: ChromeInternet ExplorerFirefoxSafari.

4 Notkun á Google vörum

4.1 Notkun á Google Analytics

Við notum Google Analytics til að greina vefsíðunotkun. Gögnin sem fengin eru á þennan hátt eru notuð til að bæta vefsíðuna okkar og afköst á sviði auglýsinga

Google Analytics er vefgreiningarþjónusta sem er rekin og veitt af Google Inc. (1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum). Google vinnur úr gögnunum varðandi vefsíðunotkun fyrir okkur og tekur á samningsbundinn hátt að sér að beita viðeigandi aðferðum til að tryggja trúnað gagna eftir vinnslu.

Eftirfarandi gögn, auk annarra gagna, eru skráð þegar þú heimsækir vefsíðuna:

Þessi gögn eru flutt yfir á Google netþjón í Bandaríkjunum. Í þessum tilgangi fylgir Google gagnaverndarákvæðum sem falla undir samkomulag milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga (EU-US Privacy Shield). Google Analytics geymir fótspor í vefvafranum í tvö á frá síðustu heimsókn. Þessi fótspor fela m.a. í sér notendaauðkenni sem framleitt er með slembun, sem gerir það kleift að bera kennsl á þig við síðari heimsóknir á vefsíðuna. Skráðu gögnin eru geymd með notendaauðkenninu sem framleitt er með slembun, sem auðveldar greiningu á kenniskrá notanda með valnefni. Þessum notendatengdu gögnum er sjálfkrafa eytt eftir fjórtán mánuði. Önnur gögn eru geymd um óákveðin tíma og þeim haldið saman. Ef þú samþykkir ekki þessa söfnun getur þú komið í veg fyrir slíkt með því að setja einu sinni upp búnaðarauka til að gera Google Analytics óvirkt.

4.2 Google Adwords Remarketing / Google Tag Manager

Við notum Google Remarketing merki. Það er þjónusta sem fellur undir Google Inc. (1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkin; hér eftir „Google“). Google notar fótspor sem eru geymd á tölvunni þinni og auðvelda greiningu á notkun þinni á vefsíðunni. Þær upplýsingar sem myndast með fótsporum um notkun þína á vefsíðunni (þ.m.t. IP-númerið) eru fluttar yfir á Google netþjón í Bandaríkjunum og geymdar þar. Google kóðar síðan síðustu þrjá tölustafi IP-númersins og kemur þannig í veg fyrir að hægt sé að sjá greinilega tengingu við IP-númerið. Google mun nota þessar upplýsingar til að greina notkun þína á vefsíðunni, til að setja saman skýrslur um vefsíðuvirkni fyrir rekstraraðila vefsíðna og til að framkvæma aðra þjónustu tengda vefsíðu- og netnotkun. Google mun einnig flytja þessar upplýsingar til þriðja aðila eftir því sem við á ef lög kveða á um það eða ef Google ræður þriðja aðila til að vinna úr gögnunum. Þjónustuveitendur sem eru þriðji aðili, þ.m.t. Google, setja auglýsingar á vefsíður á netinu. Þjónustuveitendur sem eru þriðji aðili, þ.m.t. Google, nota geymd fótspor til að setja upp auglýsingar byggt á fyrri heimsóknum notanda á vefsíðuna.

Google mun aldrei tengja IP-númer þitt við önnur gögn sem Google býr yfir. Hægt er að andmæla söfnun og geymslu gagna hvenær sem er hvað varðar síðari notkun. Hægt er að gera notkun Google á fótsporum óvirka með því að biðja síðuna að gera Google auglýsingar óvirkar. Við bendum hins vegar á að í slíkum tilvikum er ekki víst að þú getir notað alla eiginleika vefsíðunnar til hins ítrasta.

Með því að nota þessa vefsíðu lýsir þú yfir samþykki fyrir vinnslu Google á gögnum sem safnað hefur verið varðandi þig á þann hátt sem lýst er hér að ofan og í fyrrnefndum tilgangi. Hægt er að andmæla söfnun og geymslu gagna hvenær sem er hvað varðar síðari notkun. Finna má frekari upplýsingar um stefnu Google.

SVefsíðan okkar notar Google Tag Manager til að skapa persónulegar, hagsmuna- og staðsetningartengdar auglýsingar á netinu. Google Tag Manager stjórnar valmöguleikanum til að kóða IP-númer með innri stillingu sem ekki sést í frumforriti síðunnar. Þessi innri stilling er stillt þannig að hún kallar fram nauðsynlega kóðun IP-númera.

Hægt er að koma í veg fyrir hagsmunatengdar auglýsingar með því að setja upp þessa vafraíbót.

4.3 Google Adwords Conversion Tracking

Þessi vefsíða notar einnig Google Conversion Tracking. Í vinnsluferlinu kemur Google AdWords fyrir fótspori á tölvunni ef þú hefur farið á vefsíðuna okkar gegnum Google auglýsingu. Þessi fótspor renna út eftir þrjátíu daga og nýtast ekki til persónuauðkenningar. Ef notandinn heimsækir tilteknar síður á vefsíðu AdWords viðskiptavinar og fótsporið er ekki útrunnið geta Google og viðskiptavinurinn séð að notandinn hefur smellt á auglýsinguna og færst áfram á þessa síðu. Hver AdWords viðskiptavinur fær mismunandi fótspor. Því er ekki hægt að rekja fótspor gegnum vefsíður AdWords viðskiptavina. Upplýsingar sem fengnar eru með umskráningarfótsporinu eru notaðar til að setja saman tölfræðilegar upplýsingar fyrir AdWords viðskiptavini sem hafa valið umskráningarrakningu.

AdWords viðskiptavinir fá upplýsingar um heildarfjölda notenda sem hafa smellt á auglýsingu þeirra færst áfram á síðu með umskráningarrakningarmerki. Hins vegar koma ekki fram neinar upplýsingar sem gera það kleift að bera persónuleg kennsl á notendur. Ef þú óskar ekki eftir að taka þátt í rakningarferlinu getur þú einnig afþakkað að fótspor sé skráð í þessu samhengi, t.d. með vafrastillingu sem gerir sjálfkrafa stillingar fótspora óvirkar. Þú getur einnig gert umskráningarrakningu fótspora óvirka með því að stilla vafrann þannig að fótspor séu blokkuð frá léninu „www.googleadservices.com“ Þar má finna yfirlýsingu frá Google varðandi gagnaleynd í tengslum við umskráningarrakningu..

4.4 Vefletur

Til þess að leturgerð sé einsleit notar þessi síða svokallað vefletur frá Google. Google leturgerð er þegar til staðar á netþjóni okkar. Þetta skapar ekki tengingu við netþjóna Google.

4.5 YouTube

Þessi vefsíða kann að fela í sér a.m.k. eina íbót frá YouTube, sem er í eigu Google, Inc. og með aðsetur í San Bruno í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Um leið og þú heimsækir síður vefsíðunnar okkar sem eru með íbót frá YouTube myndast tenging við YouTube. YouTube netþjóninn fær þar með upplýsingar um hvaða tilteknu síður vefsíðunnar þú hefur heimsótt. Ef þú ert auk þess skráð/ur inn í YouTube reikninginn þinn gerir þú YouTube kleift að tengja vafurmynstur þitt beint við persónulegan prófíl þinn. Þú getur komið í veg fyrir þessa tengingu ef þú skráir þig fyrirfram út úr reikningnum þínum. Hægt er að fá frekari upplýsingar um söfnun og notkun YouTube á upplýsingum þínum í upplýsingum um gagnaleynd á www.youtube.com.

5 Facebook

5.1 Íbót fyrir samfélagsmiðla

Þessi vefsíða notar íbætur fyrir samfélagsmiðla („íbætur“) í tengslum við samfélagsmiðilinn facebook.com, sem rekinn er af Facebook Inc., 1601 S. California Ave, Palo Alto, CA 94304, Bandaríkjunum („Facebook“). Íbæturnar þekkjast á því að þær bera eitt af táknmerkjum Facebook (hvítt „f“ á bláum fleti, merkingin „líkar við“ eða merkið „þumall upp“) eða viðskeytið „Facebook Social Plugin“. Hægt er að skoða lista yfir og útlit íbóta fyrir samfélagsmiðla í tengslum við Facebook hér.

Þegar notandi opnar síðu á þessari vefsíðu sem felur í sér slíka íbót myndar vafrinn beina tengingu við netþjóna Facebook. Efni íbótarinnar er flutt beint af Facebook yfir í vafrann sem samþættar það við vefsíðuna. Gagnaveitandinn hefur því engin áhrif á það gagnaumfang sem Facebook safnar með hjálp íbótarinnar og veitir þar með notandanum upplýsingar í samræmi við þekkingarstöðu.

Með íbótinni fær Facebook þær upplýsingar að notandi hafi fengið aðgang að viðkomandi síðu á vefsíðunni. Ef notandinn er skráður inn í Facebook getur Facebook tengt heimsóknina við Facebook reikning notandans. Þegar notendur nota íbæturnar, t.d. með því að ýta á „líkar við“ hnappinn eða bæta við ummælum, flytjast viðkomandi upplýsingar frá vafranum beint yfir í Facebook og eru geymdar þar. Ef notandinn er ekki með Facebook reikning getur samt verið að Facebook finni upplýsingarnar og geymi IP-númer hans. Samkvæmt Facebook eru nafnlaus IP-númer aðeins geymd í Þýskalandi.

Notendur geta fundið upplýsingar um markmið og umfang gagnasöfnunar og frekari vinnslu og notkun Facebook á gögnum, auk upplýsingar um viðkomandi réttindi og stillingarvalmöguleika til að vernda friðhelgi einkalífsins, í gagnastefnu Facebook.

Ef notandi er með Facebook reikning og vill ekki að Facebook safni gögnum um hann gegnum þessa vefsíðu og tengi þau reikningsgögnum hans sem geymd eru af Facebook, þarf hann að skrá sig út af Facebook áður en vefsíðan er heimsótt.

5.2 Facebook Website Custom Audiences

Á vefsíðunni okkar notum við „Website Custom Audience“ snjalleiningu samfélagsmiðilsins Facebook, 1601 South California Avenue, Palo Alto, CA 94304, Bandaríkjunum. Þetta samþættar svokallaðar vefpöddur inn í síðurnar okkar. Þegar þú heimsækir síðurnar okkar myndast bein tenging milli vafrans og Facebook netþjónsins gegnum vefpödduna. Facebook fær þannig meðal annars upplýsingar frá vafranum um að síðan okkar hafi verið opnuð í endabúnaði þínum. Ef þú ert Facebook notandi getur Facebook þar af leiðandi tengt heimsókn þína á síður okkar við notandareikning þinn. Við tökum fram að sem gagnaveitendur síðunnar fáum við enga vitneskju um efni fluttra gagna eða notkun þeirra hjá Facebook. Við getum aðeins valið hvaða hlutar frá Facebook notendum (svo sem aldur og áhugamál) eiga að sjást í auglýsingum okkar. Í þessum tilgangi notum við annan af tveimur eiginleikum Custom Audiences þar sem engin gagnamengi eru flutt til Facebook, einkum engin netföng notenda okkar hvort sem þau eru kóðuð eða ekki. Frekari upplýsingar um þetta er að finna í stefnu Facebook varðandi friðhelgi einkalífsins.

Ef þú vilt andmæla notkun Facebook á Website Custom Audiences er hægt að gera það hér.

5.3 Umskráningarrakning með Conversion Pixel frá Facebook

Við notum Conversion Pixel eða Tracking Pixel frá Facebook Inc., 1601 S. California Ave, Palo Alto, CA 94304, Bandaríkjunum („Facebook“). Með því að fá aðgang að þessari snjalleiningu gegnum vafrann getur Facebook í kjölfarið séð hvort Facebook auglýsingin bar árangur, þ.e.a.s. hvort kaup voru gerð á netinu til dæmis. Í þessum tilgangi fáum við aðeins tölfræðigögn frá Facebook án þess að þau vísi á tiltekinn einstakling. Þetta gerir okkur kleift að rekja árangur Facebook auglýsinga í tölfræðilegum og markaðsrannsóknarlegum tilgangi. Ef þú ert skráð/ur inn í Facebook vísum við einnig í gagnastefnu þess fyrirtækis. Ef þú óskar eftir að draga til baka samþykki þitt fyrir Conversion Pixel skaltu fara á  www.facebook.com/settings?tab=ads.

6 Twitter

Þessi vefsíða notar hnappa þjónustunnar Twitter. Þessir hnappar eru veittir af Twitter Inc., 795 Folsom St., Suite 600, San Francisco, CA 94107, Bandaríkjunum. Þeir þekkjast á merkingum á borð við „Twitter“ eða „Fylgja“ ásamt bláum fugli. Með hjálp hnappanna er hægt að deila greinum eða síðum af þessari vefsíðu með Twitter eða fylgja gagnaveitanda hjá Twitter.

Þegar notandi opnar síðu á vefsíðunni sem er með slíkan hnapp gerir vafrinn beina tengingu við netþjóna Twitter. Twitter flytur efni Twitter hnappanna beint yfir í vafra notandans. Gagnaveitandinn hefur því engin áhrif á það umfang gagna sem Twitter safnar með íbótum og veitir notanda upplýsingar í samræmi við þekkingarstöðu. Samkvæmt skilningi gagnaveitanda berst aðeins IP-númer notandans með vefslóð viðkomandi vefsíðu þegar ýtt er á hnappinn, en nýtist ekki í öðrum tilgangi en að sýna hnappinn. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þetta í stefnu Twitter varðandi friðhelgi einkalífsins á   http://twitter.com/privacy.

7 Verndun ólögráða einstaklinga

Aðeins lögráða einstaklingur getur gefið samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Samkvæmt grein 8 í GDPR þarf barn að vera a.m.k. sextán ára til að geta veitt löglegt samþykki fyrir þjónustu mibeTec GmbH.

8 Breytingar á stefnu okkar varðandi friðhelgi einkalífsins

Til að tryggja að stefna okkar varðandi friðhelgi einkalífsins sé ávallt í samræmi við núgildandi lagaviðmið áskiljum við okkur rétt að gera breytingar á henni hvenær sem er. Þetta á einnig við þegar stefnan varðandi friðhelgi einkalífsins þarf að samræmast nýjum eða uppfærðum gjörðum, á borð við nýja þjónustu. Í slíkum tilvikum gildir nýja stefnan varðandi friðhelgi einkalífsins við næstu heimsókn þína á vefsíðuna.

9 Réttindi skráðs aðila

Hver skráður aðili hefur rétt á upplýsingum samkvæmt grein 15 í GDPR, rétt á leiðréttingum samkvæmt grein 16 í GDPR, rétt á eyðingu upplýsinga samkvæmt grein 17 í GDPR, rétt á takmörkun á gagnavinnslu samkvæmt grein 18 í GDPR, rétt á að andmæla samkvæmt grein 21 í GDPR og rétt til að flytja eigin gögn samkvæmt grein 20 í GDPR, nema það samræmist ekki lögum (einkum samkvæmt grein 15, 17 í GDPR, §§ 34 og 35 BDSG).

Þú hefur hvenær sem er rétt til að andmæla vinnslu persónugagna þinna á grundvelli þinna tilteknu aðstæðna byggt á grein 6 (1)(e) í GDPR (gagnavinnsla í þágu almannahagsmuna) og grein 6 (1)(f) í GDPR (gagnavinnsla byggð á hagsmunamati). Þú hefur hvenær sem er rétt til að andmæla vinnslu persónugagna þinna til beinnar markaðssetningar. Þetta á einnig við um gerð persónusniðs að því marki að það tengist slíkri beinni markaðssetningu.

Til að neyta réttinda er nóg að senda bréf með hefðbundnum pósti eða tölvupósti á eftirfarandi: ­ Datenschutz.MibeTec@dermapharm.com.

10 Gagnaflutningur til þriðja lands

Engin gögn eru flutt á staði utan Evrópusambandsins (svokallaðra þriðju landa) (Athugið: hafa ber í huga upplýsingarnar um þetta undir málsgreinum 4-6)..

11 Notkun sjálfvirkrar ákvarðanatöku eða gerð persónusniðs

Að meginreglu til notumst við ekki við sjálfvirka ákvarðanatöku eða gerð persónusniðs í samræmi við grein 22 í GDPR. Ef við notum slík ferli í einstökum tilvikum upplýsum við þig sérstaklega um það ef slíkt er skylt lögum samkvæmt. (Athugið: hafa ber í huga upplýsingarnar um þetta undir málsgreinum 4-6)..

Stand der Datenschutzerklärung

Diese Datenschutzerklärung ist aktuell gültig und hat den Stand Oktober 2018.